Öflugir viðgerðastandar og pumpur fyrir almenningssvæði og hjólageymslur
Pumpur og viðgerðastandar fyrir reiðhjól eru komin upp á tugum staða um allt land m.a. hjá þjónustustöðvum N1, Olís, hjá Reykjavíkurborg og flestum stærri sveitarfélögum. Við erum með öfluga viðgerðastanda frá SARIS í bandaríkjunum og frá IBOMBO. Pumpur eru úr gegnheilu ryðfríu stáli og þola vel íslenska veðráttu. Í viðgerðastöndum eru öll helstu verkfæri til að þjónusta reiðhjólið og gera það öruggura fyrir hjólaferðina. Mikilvægt er að bjóða upp á viðhaldsþjónustu fyrir hjólreiðafólk því reiðhjól þurfa oft minniháttar viðhald og oftar þarf að pumpa í dekk á reiðhjólum en á bílum.